Bloggleysi síðustu daga skýrist af Flensuskít. Var svo óheppinn að falla kylliflöt fyrir flensunni á laugardaginn og var ekki á það bætandi. Nógu erfitt að vera orðin eins og lítill hvalskálfur! Nú hósta ég og hnerra og er með hálsbólgu og hor. Lét það eftir mér að panta tíma hjá lækni og á að mæta í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég nú ekki farið til læknis en núna er best að hafa allan varan á.
Aðeins tvær vikur í stóru stundina og núna er allt að verða tilbúið. Búin að fá góðan poka af fötum frá mágkonu minni í Hfj og fékk stóra ferðatösku með fötum, senda í pósti frá mágkonu á Akureyri í gær. Takk Bryndís og Soffía! Vaggan er komin upp, takk Einara og co! Núna liggur fyrir að skipuleggja skápapláss svo hægt sé að koma fötunum fyrir!
"Vinnumennirnir" eins og Hinrik karlar þá, hafa verið duglegir síðustu daga að klæða blokkina, eru nú búnir að vera hér fyrir utan gluggann hjá mér og það hefur verið svolítið ónæði af því. En ég geri fastlega ráð fyrir að þeir verði búnir áður en barnið kemur og það er fyrir öllu.
Bumbubúinn er kröftugur einstaklingur, hreyfir sig mikið og mjakar sér enn meir. Finnst stundum eins og hann ætli úr bumbunni. Hinrik er duglegur að syngja fyrir hann, aðallega lagið "Krummi prumpar úti" sem hann heyrði í einhverju barnaefni.... hann hefur húmor hann Hinni minn!
1 ummæli:
Hann hefur húmorinn hans pabba síns, það er auðséð og heyrt : )
Skrifa ummæli